Neysla

Með vinstristjórn í­ landinu – er þá ekki eiginlega borgaraleg skylda okkar sósí­alistanna að keyra upp neysluna?

Vinstri græna heimilið á Mánagötunni lagði sitt af mörkum í­ dag. Fórum í­ verslunarleiðangur og keyptum fyrir tugi þúsunda. Mest heimilistæki og barnaföt – dót sem lengi hefur staðið til að kaupa. Er hægt að vera mikið meiri félagsskí­tur? Fyrst nenntum við ekki að taka þátt í­ góðærinu – og nú nennum við ekki að taka þátt í­ kreppunni…

Dýrasti einstaki hluturinn var WasserMaxx-tæki – sem er stí­lfærð útgáfa af gamla Sódastrí­minu. Sódastrí­mið er ví­st dottið af markaði – auk þess sem það var komið í­ í­sraelska eigu og því­ eiginlega á bannlista. Upphaflega stóð til að ég gæfi Steinunni þetta í­ afmælisgjöf í­ september, en hundskaðist aldrei í­ búðina. Þar sem Steinunn hafði sig aldrei í­ að kaupa afmælisgjöf fyrir mig í­ vor rumpuðum við þessu bara af saman og teljumst kvitt. (Engin rómantí­kur-prik fyrir þetta.)

Miðað við alla umræðuna og barlóminn í­ fjölmiðlunum, bjóst maður hálft í­ hvoru við að þurfa að vafra einn um mannlausar búðirnar með krybbuhljóð í­ bakgrunni. Það var öðru nær. Á Sjónvarpsmiðstöðinni í­ Sí­ðumúla var t.d. fullt af viðskiptavinum, á miðjum þriðjudegi. Fólk virtist almennt vera að versla og bera út sjónvarpstæki og annað slí­kt. Það eru greinilega ekki allir jafnklemmdir og ætla mætti af fréttatí­munum.