Starfsárið 1999-2000 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu til að fullgilda aðild Íslands að Schengen-sáttmálanum. Hana má lesa hérna.
Það er ágætt að lesa greinargerðina með tillögunni, þar sem farið er yfir eitt og annað varðandi framkvæmdina. Þar er til dæmis umfjöllun um ábyrgð á meðferð hælisbeiðna og hvernig túlka beri Dyflinnarsamninginn. Þar segir m.a.: Hvert aðildarríki getur tekið umsókn til meðferðar jafnvel þótt því sé það ekki skylt samkvæmt samningnum, enda samþykki umsækjandi það.
Er þetta ekki kjarni málsins?