Peningar bannaðir?

Fréttirnar af viðbrögðum grískra stjórnvalda við efnahagskreppunni þar í landi eru merkilegar. Eitt af því sem farið hefur lágt í íslenskum fjölmiðlum, eru þau áform að banna frá og með næstu áramótum öll viðskipti með reiðufé yfir 1.500 evrum. Það þýðir að sá sem ætlar að kaupa fyrir hærri upphæð þarf að nota rafrænan greiðslumáta.

Um þetta má lesa hér.

Skattayfirvöld hafa lengi verið spennt fyrir slíkum reglum og ef þetta tekst þokkalega til hjá Grikkjum má vænta þess að allt evrusvæðið fylgi á eftir innan skamms tíma. Hvort sem manni líst vel eða illa á þessa þróun, kæmi mér ekki á óvart þótt sambærilegt bann verði komið á hér á landi innan 5-6 ára.

Join the Conversation

4 Comments

  1. Ég ætla meira að segja að gerast svo djarfur að spá því til viðbótar að slíkt bann verði sérstaklega réttlætt með vísunum í baráttu gegn hryðjuverkum og alþjóðlegri glæpastarfsemi.

  2. Ég hef nú haldið þessu á lofti meira í gamni en alvöru að banna þurfi peningaseðla rétt eins og annað sem gerir menn vitlausa 🙂

  3. Vil minna á að sambærileg tillaga kom til þín frá mér, ættuð frá vinnufélaga, einmitt til þess að auðvelda rakningu peningaþvættisbrota og koma í veg fyrir svarta vinnu.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *