Peningar bannaðir?

Fréttirnar af viðbrögðum grískra stjórnvalda við efnahagskreppunni þar í landi eru merkilegar. Eitt af því sem farið hefur lágt í íslenskum fjölmiðlum, eru þau áform að banna frá og með næstu áramótum öll viðskipti með reiðufé yfir 1.500 evrum. Það þýðir að sá sem ætlar að kaupa fyrir hærri upphæð þarf að nota rafrænan greiðslumáta.

Um þetta má lesa hér.

Skattayfirvöld hafa lengi verið spennt fyrir slíkum reglum og ef þetta tekst þokkalega til hjá Grikkjum má vænta þess að allt evrusvæðið fylgi á eftir innan skamms tíma. Hvort sem manni líst vel eða illa á þessa þróun, kæmi mér ekki á óvart þótt sambærilegt bann verði komið á hér á landi innan 5-6 ára.