Þurfti að ná tal af tilteknum þingmanni og fór því inn á Alþingisvefinn – gerði ráð fyrir að finna þar númerið hjá ritaranum á skrifstofu þingflokksins eða e-ð álíka.
Sá hins vegar að viðkomandi gaf upp heimasíma- og farsímanúmerið á upplýsingasíðu þingmannsins. Einhvern veginn hafði ég ímyndað mér að þessar upplýsingar lægju ekki alveg svona á lausu svo ég rúllaði í gegnum síður annarra þingmanna.
Í ljós kom að langflestir þingmenn gefa upp heimasíma, farsíma og jafnvel 1-2 númer í viðbót.
Nokkrir þingmenn létu heimasímann nægja.
Kristján Möller og Jóhanna Sigurðardóttir gefa upp númer sem mér sýnist vera síminn í ráðuneytinu. Árni Páll og Guðlaugur Þór gefa ekki upp neitt símanúmer, einir manna.
Þetta er athyglisvert.