Velheppnuð forræðishyggja

Áhugaverð staðreynd úr iþróttasögunni:

Íslendingar bönnuðu hnefaleika árið 1956 og fylgdu því banni stíft eftir.

Hnefaleikamenn voru stúrnir yfir þessu, en urðu að leita sér að annarri íþrótt í staðinn. Sú grein var júdó, sem óx hratt hér á landi næstu árin á eftir – raunar mun hraðar en í löndunum í kringum okkur.

Fyrir vikið urðu Íslendingar hörkugóðir júdómenn. Íslendingur komst á verðlaunapall árið 1984 og litlu mátti muna að það sama hefði gerst fjórum árum fyrr. Bronsið í Los Angeles telst einn af hápunktum íslenskrar íþróttasögu. Segið svo að boð og bönn skili aldrei neinu!