íður en jólaverslunin fer á fullt er ég að spá í að rölta niður í Mál og menningu og skipta Söguatlasnum sem ég fékk í verðlaun í spurningakeppninni hans Ólafs Bjarna. Hef verið að veta því fyrir mér hvaða bækur skuli velja í staðinn. Þar sem Jón Ólafur ísberg er annar af höfunudum Söguatlasins finnst mér við hæfi að taka aðra bók eftir hann – Heilbrigðissöguna sem ég sá auglýsta í Bókatíðindum en annars ekkert heyrt um. Kannski hún sé enn ekki komin úr prentun.
Þá verð ég eiginlega líka að eignast bókina um sögu Stærðfræðinnar. Ekki seinna vænna að fara að undirbúa kennsluna fyrir næsta misseri.
# # # # # # # # # # # # #
Gísli ísgeirsson er með fína spurningakeppni. Ég er kominn á toppinn eftir fimm umferðir. Þá er bara að halda sjó næstu fimmtán umferðirnar…
# # # # # # # # # # # # #
Allt gengur Luton í mót um þessar mundir. Töpum hverjum leiknum á fætur öðrum og erum að renna niður töfluna.
Á Skotlandi virðist Hearts vera að gefa eftir í baráttunni við Celtic. Jafntefli í dag gegn Aberdden í fyrsta leik Grahams Rix í stjórastólnum. Hann á ekki sjö dagana sæla. Stuðningsmennirnir eru æfir yfir ráðningu hans, enda verður honum seint fyrirgefið að hafa hlotið dóm fyrir að sænga hjá unglingsstelpu.