Þessa dagana fer barninu aftur.
…eða öllu heldur – hún FER AFTUR Á BAK.
Ef Ólína er sett á bakið, veltir hún sér á magann – unir sér í nokkra stund þannig og fer þá annað hvort að kvarta eða reynir að skríða áfram til móts við eitthvert furðuverkið. Vandinn er að bakkgírinn virðist byrja fyrr að virka en gírarnir framávið. Fyrir vikið hraðspólar hún afturábak og fjarlægist í sífellu hið setta mark. Það fellur ekki í kramið og hún byrjar að hrína. TURK-182.
# # # # # # # # # # # # #
Á föstudaginn verður étið í Friðarhúsi. Þá verður fjáröflunarmálsverður til styrktar húsakaupunum. Allir góðir menn mæta og éta sallafínan mat á þúsundkall og fá sér etv. eins og einn bjór með því – eða pilsner fyrir þá sem það vilja. Ljómandi verður gaman þá. Maturinn kemur á borðið kl 19. Vonandi verðum við Siggi Flosa þá búnir að tengja eldavélina.
Laugardaginn kemur verður svo efnt til FRIíARPíPUNNAR, spurningakeppni SHA. Þar er um að ræða ósvikið pöbba-kviss, með heilum þremur spurningapökkum! Keppnin verður mjög í anda spurningakeppninnar á Grand rokk – með þeirri undantekningu þó að ekki verður reykt inni í húsnæðinu, þannig að geysilegur tími og orka munu sparast sem ella hefðu farið í reykræstingu á fötum.
Nákvæmari dagskrá FRIíARPíPUNNAR liggur ekki fyrir, en verður kynnt hér nánar á næstu dögum. Það er skyldumæting fyrir spurninganörda – en gert er ráð fyrir að keppni þessi verði mánaðarleg fyrst um sinn.
Ójá.