„Á stuttu máli sagt, jafnrjettisást kommúnista á Íslandi og „frjálslyndi“ þeirra birtist á þann hátt að þeir vilja eyða gjaldeyri til þess að blökkumenn geti spilað á blásturshljóðfæri fyrir Reykvíkinga.“
Mogginn, 18.jan. 1948
Það er ekki laust við að Megasar-textinn Svo skal böl bæta komi upp í hugann þegar Morgunblaðsleiðarinn Svartir menn og hvítir frá 18. janúar 1948 er lesinn. Þar segir:
„Það lítur t.d. sjerlega einkennilega út þegar íslensku kommúnistarnir eru harmi lostnir, er þeir frjetta að einhvers staðar á jörðinni þurfi svartir menn að sitja í verri sætum í strætisvögnum en hvítir, þegar þeir jafnhliða lýsa ánægju sinni yfir því að hvítir menn sjeu hengdir eða skotnir það suður á Balkanskaga að hafa sjálfstæða skoðun á því, hvernig eigi að stjórna landi þeirra.“
Þetta er gömul saga og ný – Mogginn þolir engum að gagnrýna Bandaríkjamenn og hefur aldrei gert. Þá er heppilegt að geta bent á eitthvað annað – þrælana á Volgubökkum eða raunar hvað sem er.
# # # # # # # # # # # # #
Les á netinu að Arnljótur Davíðsson hafi skorað eitt marka FRAM í bikarkeppninni á föstudaginn. Það er magnað!