Frétt ársins?

Ein af fréttum ársins birtist á forsí­ðu Blaðsins í­ dag. Þar er því­ slegið upp með strí­ðsfyrirsögn að mávar éti andarunga. Við lestur greinarinnar sést að blaðamanni er greinilega mjög brugðið við þessar fregnir. Geri fastlega ráð fyrir að sami blaðamaður muni halda áfram á sömu braut með æsifréttum á borð við: „Köttur kemur heim með vængbrotinn fugl“, „Gúbbí­fiskar éta afkvæmin sí­n“ og „Óstaðfestar heimildir herma að þrestir leggi sér ánamaðka til munns“.

Eru svona fréttir ekki hin fullkomna sönnun þess að í­slenska þjóðin sé flutt á mölina? Þetta minnir mig helst á æsifregnina sem Stöð 2 flutti 2-3 kvöld í­ röð fyrir nokkrum misserum um laxahræ sem fannst við Elliðaárnar og sem fuglar höfðu kroppað í­. Þar var talað við amk. þrjá embættismenn borgarinnar eða yfirmenn hjá Orkuveitunni og þeir spurðir um hvað þeir ætluðu að gera í­ málinu – lax hefði fundist dauður og lí­klega væru fuglarnir í­ borgarlandinu hræætur…

Hin snilldin í­ frétt Blaðsins eru þó viðbrögð fuglafræðingsins sem talað var við. Ví­sindamaðurinn ætlaði sér greinilega ekki að segja neitt sem túlka mætti sem stuðning við mávadrápsstefnu Gí­sla Marteins og gerði því­ allt til að fegra hlut mávanna. Var helst á honum að skilja að mávar dræpu ekki endur – að hér væri margt í­ mörgu, kannski væru fuglarnir bara að leika sér saman – og sjaldan valdi einn þá tveir deila… Kannski helv. andarungarnir hafi reitt mávinn til reiði.

En ég bí­ð spenntur eftir fleiri safarí­kum uppljóstrunum Blaðsins um sí­virðilegt athæfi í­ náttúrunni.