Lögreglan virðist hafa tekið þá ákvörðun að það sé í hennar verkahring að senda fjölmiðlum myndir og myndbandsupptökur af málum sem eru á fyrstu stigum rannsóknar – að því er virðist sem hluti af einhverju ímyndarátaki löggunnar. Þórir bendir á vafasama siðferðið í þessu í stuttri færslu.
Finnst fólki þetta bara allt í lagi? Gilda einhverjar reglur um það hjá lögreglunni hvenær Kastljósið fær senda kópíu af upptökum úr öryggismyndavélum í ránum, líkamsárásarmálum o.s.frv.? Hér eru menn komnir út á verulega hálan ís.
# # # # # # # # # # # # #
Jafntefli gegn Colchester. Ekki var það nú gott, einkum þar sem við klúðruðum víti í leiknum. Sýnist þrír leikir verða sýndir með okkur á Sky til áramóta. Skyldi Sýn ekki ætla að drullast til að sýna a.m.k. einn þeirra?