Á ljósi þess hversu fáir bandarískir hermenn tóku þátt í raunverulegum átökum á landi í íraksstríðinu 1991…
…og í ljósi þess hversu mikið af söguhetjum í lögguþáttum eru verðlaunaðar stríðshetjur úr íraksstríðinu…
…kemst ég að þeirri rökréttu ályktun að allir þeir Bandaríkjamenn sem lentu í bardögum í írak hafi orðið hetjur í lögguþáttum.
Af þessu dreg ég þá ályktun að eftir fimmtán ár verði þúsund sinnum fleiri lögguþættir framleiddir en nú er. Það er ekki lítið.
# # # # # # # # # # # # #
Fór í Ríkið í dag. Íslenski bjórinn Kaldi var ekki til og almennt var bjórúrvalið frekar dapurt. Keypti þó dökkan Westmalle, dökkan Fransizkaner og dökkan Leffe. íttaði mig ekki fyrr en heim var komið á að þessi samsetning væri kannski í það þyngsta. Tvær flöskur af Old Speckled Hen vinna þó eitthvað á móti því.
# # # # # # # # # # # # #
Er að spá í að koma mér upp þeirri vinnureglu að enda allar færslur á að skrifa formælingar um Mogga-bloggið. Það mun fylla Mogga-bloggara af öfund og aðdáun í minn garð. Þeir munu af veikum mætti reyna að svara mér með skætingi – sem aðeins mun koma fram í því að lesturinn á þessu bloggi mun stóraukast.
Megi Mogga-bloggið aldrei þrífast!