GPS

Á föstudaginn var tók ég leigubí­l heim til mí­n úr Aðalstræti. „Ég er að fara í­ Norðurmýrina“ – sagði ég við bí­lstjórann um leið og ég snaraðist upp í­ bí­linn og beið eftir að bí­llinn æki af stað. „Hvert í­ Norðurmýrina?“ – spurði bí­lsstjórinn. „Uhh, Mánagötu“ – svaraði ég. „Og númer hvað nákvæmlega?“ – þráspurði ökumaðurinn og sýndi ekki á sér neitt fararsnið.

Eftir að ég uglaði því­ útúr mér að Mánagata 24 væri húsið tók bí­lstjórinn að slá upplýsingarnar inn í­ litla tölvu, gps-tæki geri ég ráð fyrir.

Tölvan stakk upp á flókinni, en raunar sniðugri leið í­ gegnum Þingholtin, upp Skólavörðustí­g og niður Bergþórugötuna, yfir Snorrabrautina og inn á Skarphéðinsgötu. Á þungri umferð hefði þessi leið verið snjöll, en klukkan 23 á föstudegi skipti það svo sem litlu máli.

Og svo var ekið af stað. Bí­lstjórinn var ekki af ræðnari gerðinni. Ekkert smáspjall um veðrið eða hvort mikið væri að gera í­ akstrinum. ístæðan var einföld: maðurinn hafði ekki augun af tölvuskjánum.

Nú er ég sjaldnast bí­lhræddur, en þarna stóð mér ekki á sama. Leigubí­lstjórinn var lí­mdur við gps-tækið og fylgdist með því­ hvernig bí­llinn þræddi hina fyrirframákveðnu leið. Smáatriði á borð við gangandi vegfarendur eða aðra bí­la virtust engu máli skipta. Okkar maður var með gps og vissi nákvæmlega hvert hann var að fara…

# # # # # # # # # # # # #

Á kvöld verður Steinunn í­ þættinum 6 til 7 á Skjá einum að ræða um friðargönguna á Þorláksmessu. Einhvers staðar las ég að Skjár einn ætli að slá þennan þátt af. Það bendir til að áhorfið hafi ekki verið ýkja mikið – sem er kannski ekki skrí­tið. Þetta er eiginlega morgunverðarsjónvarp í­ kvölddagskrá. Guðrún Gunnars og Felix eru hins vegar ágætis umsjónarfólk.

# # # # # # # # # # # # #

ítak mitt gegn Mogga-blogginu mælist frábærlega fyrir og það rignir yfir mig stuðningskveðjum úr öllum áttum.

Mogga-bloggið sigli í­ strand!