Jón Knútur er fínn bloggari – og vel að merkja einn af þeim sem ekki hefur gengið illu öflunum í Moggablogginu á hönd.
Á dag bloggar hann um „pólitíska rétthugsun“Â eða öllu heldur um það hvernig búið er að eyðileggja hugtakið, meðal annars af mönnum eins og Jóni Magnússyni.
Um daginn heyrði ég Jón Magnússon halda erindi í Útvarpi Sögu. Þar ræddi hann einmitt um mikilvægi þess að rísa gegn oki pólitískrar rétthugsunar. Að hans mati komust nasistar í Þýskalandi til valda vegna þess að enginn þorði að berjast gegn pólitískri rétthugsun. Vissulega, tja… áhugaverð kenning.
Eftir að hafa talað um nasistana vatt Jón sér í að rekja örlög Galíleós sem barðist víst líka gegn pólitískri rétthugsun. Þá var röðin komin að Jesú Kristi – sem var víst krossfestur af talsmönnum pólitískrar rétthugsunar. Að lokum hélt Jón áfram að tala um sjálfan sig og hetjulega baráttu sína.
Fá menn ekki smá töffaraprik fyrir að spyrða sjálfa sig svona glæsilega saman við frelsarann og Galíleó – eða eru þeir bara nöttarar?
# # # # # # # # # # # # #
Megi Moggabloggið lenda undir valtara.