Sýn endursýndi í kvöld heimildarmynd um ævi Múhameðs Alí. Er það ekki flottasti íþróttamaður sögunnar? Mér dettur enginn annar í hug. Maradona vann náttúrlega ótrúleg afrek á fótboltavellinum, en ef frammistaðan utan vallar er tekin með í reikninginn hefur Alí vinninginn.
# # # # # # # # # # # # #
Kolbeinn rýndi í varnarsamningsviðaukana sem utanríkisráðherra upplýsti um í dag og kemur með góðar ábendingar.
Sjálfur hnýt ég um að Valgerður Sverrisdóttir hafi farið niðrandi orðum um þá baktjaldapólitík sem felist í að leyna skjölum af þessu tagi. Liggur þá ekki beint við að utanríkisráðherra aflétti líka leyndinni af nýjasta samkomulagi Íslands og BNA?
# # # # # # # # # # # # #
Hlustaði ekki á GB í kvöld og hef því lítið um málið að segja. Drátturinn var tíðindalítill. MR, Versló, MH og FG mætast í undanúrslitum.
# # # # # # # # # # # # #
Hvaða níðingur lét sér til hugar koma að gefa út safnplötu með lögum Ladda? Ég sé engan hagnýtan tilgang með þessu athæfi – nema þá helst að spila ósköpin í sífellu til að pynta Moggabloggið.