Close, but no cigar!

Frændi minn Framsóknarmaðurinn, Pétur Gunnarsson, reynir að veita Vinstri grænum aðhald í­ aðdraganda kosninganna – eða öllu heldur – að lumbra á flokknum með öllum tiltækum ráðum.

Stundum slær hann slæm vindhögg…

Tökum t.d. þessa færslu. Þar segir:

VG var í­ dag að kynna frumvarp sem kveður á um að stjórnmálamönnum  verði bannað gera samninga sem fela í­ sér útgjöld fyrir rí­kissjóð sí­ðustu 90 dagana fyrir kosningar. Hefðu þetta verið gildandi lög vorið 1991 hefði Steingrí­mur J. Sigfússon, samgönguráðherra, ekki getað skrifað undir samning um smí­ði á nýjum Herjólfi þremur dögum fyrir alþingiskosningarnar 1991. 

Það hefur kurrað í­ frænda þegar hann sló þetta inn, yfir að hafa nú komið almennilegu höggi á helv. kommana. En betur má ef duga skal.

írið 1991 var búið að samþykkja Herjólf á fjárlögum. Leitað hafði verið tilboða í­ smí­ði skipsins og sérskipuð nefnd mælti með því­ að hagkvæmasta tilboði yrði tekið. Undirskrift ráðherra var því­ formsatriði – lokahnykkur á ferli sem hafist hafði nokkrum árum áður. íhugamenn um sögu skipasmí­ða geta lesið eitt og annað um Herjólfsmálið hérna.

Frumvarpstillagan sem VG kynnti í­ dag er afar athyglisverð. Ég vona þó að ekki hafi aðrir en Pétur frændi misskilið hana á þann veg að bannað væri að greiða úr rí­kissjóði ákveðið margrar vikur fyrir kosningar. Tillagan gengur út á að ráðherrar séu ekki að gera samninga út um allar trissur um mál sem þarf að fá samþykki Alþingis fyrir. Með öðrum orðum: afgreiðsla Steingrí­ms á Herjólfsmálinu hefði einmitt verið hárrétt samkvæmt þessum reglum!

Geta ekki allir verið sammála um að undirritanir af því­ tagi sem við höfum séð sí­ðustu daga og vikur – án nokkurrar vissu fyrir samþykki löggjafans, séu óeðlilegar? Einstakir ráðherrar í­ rí­kisstjórninni eru að skrifa undir samninga fyrir framan blaðaljósmyndara sem eru ekki á nokkurn hátt bindandi fyrir rí­kið – eins og Öryrkjabandalagið komst að fyrir héraðsdómi á dögunum.

# # # # # # # # # # # # #

Á dag las ég andstyggilega frétt um stöðu vatnsveitumála á hernumdu svæðunum í­ írak. Ég óska ekki einu sinni Moggablogginu að drekka vatnið sem almenningur þar verður oft að gera sér að góðu.