Það er víst í tísku hjá bloggurum um þessar mundir að „skúbba“ fréttum og hlakka svo yfir því þegar hinar hefðbundnu fréttastofur þurfa að lepja þær upp nokkrum klukkutímum síðar. Ekki get ég verið minni maður – og hér kemur stóra skúbbið:
Sænska nördafótboltaliðið kemur ekki til landsins! Það verður því ekkert úr nörda-landsleiknum á landsmóti UMFÁ í Kópavogi sem boðaður hefur verið.
ístæðan mun vera sú að þessa sömu helgi verður stór Star Trek-ráðstefna í Eskilstuna, þar sem hálft skandinavíska nördasamfélagið verður samankomið.
Skipuleggjendur landsmótsins kipptu sér þó ekki upp við þessi tíðindi og munu nú þegar hafa samið um annan sýningarleik – þar mætast íslenska landsliðið og úrvalslið skipað leikmönnum KR og FRAM…
…nei, það er eiginlega ekki hægt að gera grín að þessu helvíti.
# # # # # # # # # # # # #
Gömul og góð grein af Múrnum um sögulegt kjúríosítet – Gústi Hvítkollur og fyrsta flugvélin, stendur enn fyrir sínu.
# # # # # # # # # # # # #
Megi Moggabloggið keppa við Kýpverja í körfubolta.