Á dag birtust tvær fréttir af söngelskum stjórnmálamönnum í blöðunum.
Annars vegar var sagt frá því að Geir Haarde væri að syngja lag eftir Johnny Cash inn á plötu. Hins vegar var upplýst að Hugo Chavez forseti Venesúela sé líka að syngja inn á plötu.
Það var kúnstugt að fylgjast með þvi að önnur fréttin gekk út á að þetta væri skemmtilegt krydd í tilveruna og sýndi hvað stjórnmálamanninum væri margt til lista lagt og hann tæki sjálfan sig mátulega alvarlega. Hin fréttin bar það með sér að nú væri viðkomandi stjórnmálamaður augljóslega endanlega búinn að tapa sér í stórmennskubrjálæðinu og ríkið hans augljóslega bananalýðveldi.
Er ég einn um að finnast þetta dálítið sniðugt?