Stóra kattaátsmálið skekur þjóðina. Líklega munu vinir Lúkasar efna til bálfarar til minningar um alla þá ketti sem verða deyddir og snæddir í kjölfar birtingar á uppskriftinni í auglýsingapésanum.
Athyglisverðar eru þó fullyrðingar forsvarsmanna Dýraverndunarfélagsins um að birting kattagúllas-uppskriftarinnar séu lögbrot. Það er því greinilega nóg að hvetja til illrar meðferðar og áts á dýrum til að teljast brjóta dýraverndunarlögin…
Það vekur upp spurningar um hvort ekki verði að setja líka lögbann á lag Sniglabandsins: „Éttu úldin hund – kona!“