Hér var engin skata étin í ár – ekki frekar en venjulega.
Steinunn ólst upp við skötu sem hversdagsmat fyrir austan og hefur aldrei skilið sportið í að éta hana yfir hátíðarnar.
Heima var aldrei étin skata og þegar ég var kominn fram yfir unglingsár var allt þusið í fjölmiðlum með viðtölum við Vestfirðinga í skötuáts-/typpastærðarkeppni búið að tryggja það að mig langaði ekkert til að prófa.
Ef ég á eftir að bragða skötu – þá mun það amk. ekki gerast á þorláksmessu!
# # # # # # # # # # # # #
Staksteinar barma sér yfir að vondir menn noti það gegn Þorsteini Davíðssyni að vera sonur pabba síns. Ætli það megi þá ekki treysta því að Staksteinar Morgunblaðsins hætti að hamra á tengslum Svandísar Svavarsdóttur og Svavars Gestssonar?