Seinni hluta árs 1968 leitaði dagblaðið Tíminn álits 23 Íslendinga – jafnt þjóðþekktra sem óbreytts alþýðufólks – á atburði sem þá stóð fyrir dyrum.
Kristján frá Djúpalæk sagði tíðindin hryggja sig persónulega. Magnús Kjartansson ritstjóri sagði að sér stæði algjörlega á sama. Guðlaugur Rósinkranz Þjóðleikhússtjóri tók fregnunum vel. Vilhjálmur Einarsson íþróttakappi sagðist vonsvikinn. Gylfa Þ. Gíslasyni menntamálaráðherra þótti leiðinlegt að heyra þessa frétt. Guðmundi Daníelssyni rithöfindi leist djöfullega á tiltækið. Jóni Skaftasyni Alþingismanni þótti þetta í besta lagi. Hermann Einarsson kennari í Vestmannaeyjum sagði þetta vera kjaftshögg.
Um hvaða frétt var fólkið að tjá sig?