Eignarhaldsfélag Southampton er komið í greiðslustöðvun og framtíð félagsins er dökk. Svo virðist hins vegar sem stjórn ensku deildarinnar ætli ekki að draga af liðinu tíu stig í refsingarskyni. ístæðan er sú að Southampton er stórt og frægt félag, samanborið við Luton, Rotherham, Darlington og Bournemouth sem öll hafa fengið stigafrádrátt fyrir sömu sakir.
Deildin hengir sig í það tæknilega atriði að það sé ekki félagið sjálft sem hafi farið í greiðslustöðvun, heldur móðurfélagið.
Þetta er tvöfalt kjaftshögg fyrir okkur Luton-menn sem fengum aukalega tíu stiga frádrátt einmitt fyrir að hafa blandað saman fjármálum félagsins og móðurfélagsins.
Eru engin takmörk fyrir ruglinu?
# # # # # # # # # # # # #
Með tapi á þriðjudagskvöldið er Luton í raun fallið – nema til komi gjaldþrot 1-2 liða sem hreinlega myndu hætta keppni. Það gerist á svona fimmtán ára fresti að fótboltafélag lognist útaf, svo líkurnar eru hverfandi.
Þá er bara að einbeita sér að leiknum á Wembley á sunnudag.
Luton – Scunthorpe, mæting á Ölver kl. 12 á hádegi! Allir velkomnir.