Stúdentafélag Háskóla Íslands var um tíma nokkuð öflugt félag og átti pening í sjóði.
Árið 1975 lagði félagið sjálft sig niður og færði rektor félagssjóðinn að gjöf. Sú gjöf var hins vegar skilyrt…
…hún átti að fara í að byggja gosbrunn sem umlykja skyldi styttuna af Sæmundi fróða!
Er ekki 34 ára undirbúningstími fullmikið af því góða? Ég vil fá gosbrunninn!