Ölfusárbrú

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar komu heim í gær – skemmtilegar að vanda.

Þar er fjallað um mögulegar útfærslur á nýrri brú yfir Ölfusá, ofan við byggðina á Selfossi. Tvær veglínur eru í boði en einnig tveir hönnunarkostir: bogabrú og stagbrú.

Stagbrúin er í stuttu máli hár turn eða mastur, en út frá honum eru strengd stálstög til að halda brúargólfinu uppi. Þetta væri ofursvalt.

Stagbrúin á veglínu 1 fær mitt atkvæði!