Getraun þessa mánudags tengist enska boltanum:
Á dögunum fékk nýjasta eintakið af When Saturday Comes, sem er skemmtilegasta enska fótboltablaðið að mínu mati. Með blaðinu var fylgirit þar sem farið var yfir liðin í fjórum efstu deildum enska boltans og skosku úrvalsdeildinni. Rætt var við einn stuðningsmann hvers liðs og hann spurður út í væntingar sínar og hvaða menn yrðu í sviðsljósinu.
Samtals eru þetta 92 lið í Englandi og 12 í Skotlandi eða alls 104 félög. Samt er bara talað við 103 stuðningsmenn. Og nú er spurt: hvaða félag vantaði í þessa upptalningu WSC? (Hér þarf ekki að giska út í loftið, heldur er rökrétt skýring á þessu, ef að er gáð.)
…það má líka láta fylgja með skýringu á þessu fráviki.