Hvað á skrímslið að heita?

Orkuveitan kallar eftir uppástungum starfsmanna sinna að nöfnum á einstaka hluta helstirnisins. Vestur- og austurálman, húsið með aðstöðu fyrir vinnuflokka og þrí­r salir – allt er undir. Á verðlaun eru væntanlega risarækjur og kúbikmetri af heitu vatni.

Lesendum þessarar sí­ðu er því­ meira en velkomið að senda snjallar uppástungur, sem ég get stolið og gert að mí­num. Sekkur af risarækjum getur alltaf komið sér vel.