Crystal Palace er kúnstugt fótboltalið. Ég er pínkulítið skotinn í þeim og það skot hefur heldur verið að ágerast. Aston Villa er að sumu leyti í sama flokki hjá mér. Ég tékka á úrslitunum hjá Villa og gleðst frekar en hitt ef liðið vinnur. Svona daður breytir þó vitaskuld engu um að stóra ástin mín í enska boltanum er Luton Town, eins og varla ætti að hafa farið framhjá nokkrum lesanda þessarar síðu.
Nú er hins vegar komið upp skemmtilegt mál í Bretlandi. Á leik Crystal Palace og Aston Villa í deildarbikarnum um daginn, sagði gestaþulur BBC í útvarpslýsingu að um væri að ræða skítaleik tveggja skítaliða.
Þessi ummæli kölluðu á viðbrögð stuðningsmanna Crystal Palace, en þau raunar nokkuð sérstæð. Stuðningsmennirnir skiptast nefnilega í tvö horn í afstöðu sinni. Annars vegar þá sem sjá ekkert athugavert við þau, enda sé Crystal Palace skítalið. Hins vegar þá sem viðurkenna fúslega að Crystal Palace sé skítalið, en þulurinn hafi ekki átt neitt með að segja það í útvarpið. Með þessum umræðum má fylgjast hér.
Aðdáun mín á Crystal Palace fer ört vaxandi.