Nú er törn.
Fimmtudagur: Ammæli hjá Svenna á Hjónagörðunum. Ætli ég hitti ekki Gneistann og Eygló þar?
Föstudagur: Úrslitaleikur GB. Er farinn að verða verulega spenntur. Held reyndar að þetta verði besta keppnin mín í ár. 1-2 spurningar sem ég er ekki alveg nógu ánægður með, en það er miklu betra hlutfall en verið hefur.
Laugardagur: Fyrirlestur um Svarta dauða kl. 11 í húsi Lyfjasögusafnsins á Seltjarnarnesi. Hef þegar samið erindið. Held að það sé ágætt.
Útskriftarfögnuður Félags nema í rafiðnum á Minjasafninu.
Sjötugsafmæli Sigurðar Egils Guðmundssonar, vinnufélaga míns.
Sunnudagur: Fermingarveisla.
– Ef ég slepp út úr helginni lifandi, þá verð ég að ganga í að mæla upp baðherbergið á Mánagötunni og fara að láta fagmenn koma með tillögur að því hvað sé hægt að gera.
Jafnframt þurfum við Palli að punda út barmmerkjum fyrir Skíðavikuna á ísafirði. Það gerum við bara vegna þess að umsjónarmaðurinn er herstöðvaandstæðingur. Synir GSP vinna ekki fyrir hvern sem er.
* * *
Hvers vegna reynir enginn að selja mér miða á Pixies, þótt á uppsprengdu verði væri? (stefan.palsson@or.is)