Öllu reyna Norðmenn nú að stela af okkur. – Leifi heppna, Snorra Sturlusyni, Eiríki Haukssyni og fisknum í Smugunni. Á dauða mínum átti ég þó von fremur en að þeir reyndu líka að hafa af okkur ódæðin!
Datt niður í að lesa um geirfugla á netinu og komst að því að þar er mikið efni að finna, þó mikið af því sé sama draslið sem menn taka hver upp eftir öðrum. Sem vænta mátti hafa flestir útlendingar alveg á hreinu að síðustu geirfuglarnir hafi verið drepnir í Eldey, 3. júní 1844, eins og skilmerkilega kemur fram á Náttúrugripasafninu við Hverfisgötu. Sumstaðar skolast dagsetningin þó aðeins til og drápinu hnikað til um 1-2 daga.
Síðasti geirfuglinn á Bretlandseyjum var drepinn á eyjunni St. Kildu 1840. Þegur kemur að því að finna upplýsingar um síðasta geirfuglinn í Norður-Ameríku vandast hins vegar málið. Á ljós kemur að gerifuglar héldust þar lengst við á Funk-eyju (staðsetning hennar sést hér) út af ströndum Nýfundnalands.
Á vefútgáfu Britannicu, segir um geirfuglinn: „last specimens were taken in June 1844 at Funk Island“. Þetta er dularfullt. Er Britannica að slá hér saman Funk-eyju og Íslandi eða er kannski eitthvað málum blandið með að þessir síðustu geirfuglar hafi verið teknir í Eldey? – Spyr sá sem ekki veit.
En eins og þessar dylgjur alfræðiorðabókarinnar séu ekki nógu slæmar, þá bíta Norðmenn höfuðið af skömminni. Þeir halda því nefnilega fram að árið 1848 hafi leiðangur við Vardö siglt fram á nokkra fugla. Gefum einum Nojaranum orðið:
„I 1848 ble den siste Geirfuglen trolig skutt i Vardí¸. Det er ikke vitenskapelig bekreftet at det var nettopp Geirfugl Vardí¸mannen L.O.Brodtkorb skjí¸t, men beskrivelser tyder pí¥ at det var den siste av slekten. Det fortelles ogsí¥ at sammen med den skutte fuglen var noen flere individer som den gang forsvant ut i Barentshavet.“
Það er visst áfall að frétta að Íslendingar hafi ekki verið hinir endanlegu geirfuglsböðlar. En ennþá á eftir að versna í því…
Einhverjir þykjast hafa séð geirfugl á Grænlandi, nánar tiltekið í Ingmikertok árið 1890. Og Norðmennirnir bæta um betur:
„Senere skal Geirfuglen vært sett flere steder langs Norskekysten, en av de sikreste observasjoner er pí¥ Jæren i 1904. Da hadde maleren og fugleforsker Jacob Sand studert en fugl som lignet pí¥fallende pí¥ „Atlanterhavets pingvin“.“
Þetta er hið dularfyllsta mál…