Menningarferð á Selfoss? – Hljómar fjarstæðukennt, en sú varð raunin í gær, laugardag.
Við Valur mættum sem fulltrúar stuðningsmannaklúbbsins í óvissuferð meistaraflokks Fram. Lagt af stað frá Framheimilinu klukkan 12. Ég var skipaður einn þriggja dómara í hvers kyns keppnum sem hópurinn var látinn spreyta sig á – jafnt í prjónaskap, vísnagátum og að bera kennsl á leynigest, svo eitthvað sé nefnt.
Stoppað á Selfossi og glænýr sportbar Flóamanna heimsóttur. Horft á fúlan leik milli Júnæted og Liverpúl. Luton tapaði á sama tíma. Það er allt í skralli á Kenilworth Road – eða öllu heldur virðist áhuginn hafa rokið út í veður og vind þegar ljóst var að sjötta sætið næðist ekki.
ítum á austurlenskum veitingastað í bænum. Fínn matur. Því næst var brunað í bæinn og stefnan tekin á partý um kvöldið. Við Valur vorum nógu klókir til að stramma okkur af með því að fara í Vesturbæjarlaugina og éta almennilega. Annars hefði getað farið illa.
Partýið var í Háulind í Kópavogi, sem er í hverfi sem ég vissi ekki að væri til. Hvaðan kemur allt þetta fólk? Hver vill búa svona úti í rassgati? Af hverju ekki bara að flytja til Hveragerðis eða Grindavíkur úr því að menn eru að þessu á annað borð?
Raunar stoppuðum við ekki lengi þarna upp frá. Létum Steinunni sækja okkur rétt um miðnætti. Uppgötvun kvöldsins var þó að komast að því að Baldur Bjarnason var ekki Fylkismaður upphaflega. Hann var írmenningur.
Man ekki eftir mörgum þekktum fótboltamönnum sem komu úr írmanni. Minnir þó að Atli Eðvaldsson hafi byrjað feril sinn þar. Muna glöggir lesendur eftir einhverjum öðrum?