Þórdís upplýsir, í framhaldi af slúðurmola í Fréttablaðinu, að henni hafi boðist að taka þátt í útvarpsþætti þar sem bloggarar áttu að spila uppáhaldslögin sín – og þá væntanlega að blaðra eitthvað á milli laga.
Skringilegt konsept, veit ekki hvort það virkar. Á það minnsta nenni ég aldrei að hlusta á þáttinn á Rás eitt þar sem allir eiga að mæta með uppáhalds klassísku plöturnar sínar. Svo var í gamla daga svona spjallþáttur á Rás 2, þar sem pólitíkusar og fólk í félagsstörfum átti að mæta með plötur að heiman og ræða svo um hugðarefni sín við þáttarstjórnandann. Man að mamma fór í þáttinn einhverju sinni og gróf upp kasettur frá CND í Skotlandi og annað róttæklingaefni.
Kunni einhverjir gesta þessarar síðu að hafa áhuga á því hvaða lög eru í mestu uppáhaldi hjá besta og frægasta bloggaranum, þá skrifaði ég um það pistil fyrir rétt rúmu ári á Múrinn. Einhverju sinni vatt maður að sér á bar og hrósaði sérstaklega vali mínu á Paint a Vulgar Picture sem besta Smiths-laginu en skammaði mig fyrir að setja God með Public Image í annað sætið. Síðar fékk ég sérstakt hrós fyrir það val frá miklum P.I.L.-aðdáanda. Auðvitað hefði Flowers of Romance líka komið til greina á listann, en það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að hafa mörg lög með sömu hljómsveit.
Svona var listinn sem sagt:
1. Paint a Vulgar Picture – The Smiths
2. God – Public Image Limited
3. Lost in the Supermarket – The Clash
4. Lay Me Low – Nick Cave & The Bad Seeds
5. Buffalo Soldier – Bob Marley & the Wailers
6. Love will tear us apart – Joy Division
7. Hope – Risaeðlan
8. Guns of Brixton – The Clash
9. Bodies – The Sex Pistols
10. Jumping someone else´s Train – The Cure
11. Æskuminning – Fræbbblarnir
12. Sally MacLennane – The Pogues
13. Denis – Blondie
14. Coldsweat – Sykurmolarnir
15. Always the Sun – Stranglers
16. That´s Entertainment – The Jam
17. Vatnsrennibrautin – Megas
18. You don´t know me – Butthole Surfers
19. Running up that Hill – Kate Bush
20. Blue Monday – New Order
21. Öxnadalsheiði – S.H. draumur
22. Wish You Were Here – Pink Floyd
23. Picture This – Blondie
24. Road to Nowhere – Talking Heads
25. Killer Boogie – Þeyr
Jamm.
* * *
Luton sigraði Sheffield Wednesday 3:2 á laugardaginn eftir að hafa lent 0:2 undir. Sigurmark á 90. mínútu. Leiðinlegt fyrir Björgvin Inga og Jóa. Bíð eftir pistli um málið á .heimasíðu íslenska Sheff. Wed.-klubbsins. Úrslitin eru samt súrsæt. Við höfnum að líkindum í sjöunda sæti – verðum einu sæti frá umspili. Lítil huggun að þau tvö lið sem ég er pínkulítið veikur fyrir – Norwich og Aston Villa eru að standa sig. Norwich komið upp og Villa á leið í meistaradeildina.
* * *
Fram og Stjarnan keppa í kvöld í Fífunni kl. 20. Held ég sleppi leiknum, en mæli samt með þessu fyrir alla fótboltaaðdáendur. Ókeypis inn!