Einu sinni var aldrei talað öðru vísi um höfuðborg Kína en sem Peking. Svo uppgötvaði einhver að það væri hálfgerð enskusletta og að réttara væri að segja Bejing. Bejing-nafnið hefur upp frá því verið að taka yfir hægt og bítandi. Sömu sögu er að segja um ýmis önnur erlend örnefni. Það þykir ekki par fínt að nota enska heitið ef hægt er að nota upprunalega nafnið.
En hvað er eiginlega málið með Lissabon. Nú heitir sú borg Lisboa á portúgölsku, ekki satt? Enska útgáfan er Lisbon, en íslendingar hafa – að ég held einir þjóða – skotið inn a-i í mitt orðið. LISS-A-BON.
Hvernig væri að setja málfarsráðunaut RÚV í málið? Er kannski spurning um að fara að tala um Lisbóa, sem þá myndi fallbeygjast eins og „lóa“.
Lisbóa
um Lisbóu
frá Lisbóu
til Lisbóu…