Jæja, þá er komið að jólagetrauninnin 2004. Spurt er um bókmenntapersónu.
Nokkrar bækur hafa komið út um ævintýri þessarar persónu. Á einni þeirra hjálpar hún lögreglumanninum Hilmari, gömlum skáta, hrokkinhærðum skólapilti, öskukarli sem ekki reynist starfi sínu vaxinn, hópi slökkviliðsmanna, sundkennara, lækni með rauða hunda og einkennisklæddum eftirlitsmanni úr dýragarði.
Hver er bókmenntapersónan?