Himneskur matur

Við fórum í matarboð til Hönnu og Ármanns í gær. Tilefnið var að þau voru að koma á blindu stefnumóti á milli bróður Ármanns og vinkonu Hönnu og við fengum að fljóta með til að hafa þetta frjálslegra, eða eitthvað þannig. Og vá, væri ég til í að vera fleirum innan handar með þessum hætti. …

Söngkeppni VMA

Já, það var aldeilis menning á ferðinni hér í gær, söngkeppni haldin og hvorki fleiri né færri en 20 keppendur. Ég ákvað að drífa mig, maður á jú alltaf von á að sjá einhverja gamla og nýja nemendur sýna á sér óvæntar hliðar. Það er skemmst frá því að segja að flytjendur voru afskaplega mistækir …

Velheppnað uppeldi

Já, bíltónleikarnir eru aldeilis að skila sínu. Strumpan bað, hvorki meira né minna, um að hlusta á Nýdönsk í gær (eða með hennar orðum usta Ný-ösk). Það sló ört móðurhjartað, þetta gat maður kennt henni 🙂 Annars var henni skilað til dagmömmu í dalmatíu-búningi í morgun. Sætara barn hefur vart sést norðan Alpafjalla, og sú …

Fit og famous

Jæja, það fór aldrei svo að ég yrði ekki fræg fyrir heilsuræktina. Haldiði ekki að ég hafi bara verið á Aksjón í gær á hlaupabrettinu á Bjargi 🙂 Ekki það að það voru víst ekki nema einar þrjár sekúndur eða svo og ég hefði líklegast ekki fattað það nema af því að ég varð vör …