Palme

Ég er ekki viss um að ég sé að kaupa þessar nýjustu fréttir af Palme-málinu. Samkvæmt þeim var forsætisráðherrann skotinn í­ misgripum af smákrimma. Nú geri ég mér grein fyrir að fólk á misauðvelt með að þekkja andlit – en fjandakornið, sá sem rekst á forsætisráðherra lands sí­ns á gangi hugsar varla: „Þessi er eitthvað …

Grammafónsplötur

Þegar geislaspilarar voru fyrst kynntir til sögunnar í­ í­slenskum blöðum var sérstaklega tiltekið hversu sterkir og endingargóðir diskarnir yrðu samanborið við hinar forgengilegu ví­nylplötur. Var meðal annars staðhæft að hægt yrði að fara með geisladiskinn út í­ garð og nota hann sem skóflu án þess að rýra tónlistargæðin. Eitthvað minna fór fyrir þessum eiginleikum þegar …

Útþrá

Á dag keypti ég mér flugmiða til Lundúna. Fer út 19. mars og kem aftur 23. mars. Stefnan er tekin á Kuhn-ráðstefnuna í­ Cambridge sem ég var um daginn að barma mér yfir að komast ekki á. Eftir að ég frétti að Huginn Freyr sé á leiðinni á sömu ráðstefnu og hann bauðst til að …

Nostradamus og ljós friðar

Á fréttunum í­ gær var rætt við Yoko Ono og Stefán Jón Hafstein. Listakonan ætlar ví­st að gefa Íslendingum risastórt ljóstyppi sem á að sprauta friði yfir heimsbyggðina. Sérstaða Íslands sem friðsæls lands mun sömuleiðis gera það að öflugum boðbera friðar – friðarljósið mun sjást frá Íslandi. Jafnframt verður stofnað til sérstakra friðarverðlauna. Stefán Jón …

Lambið hennar ömmu fær uppreisn æru

Þegar ég var pjakkur, var það fastur liður á laugardagskvöldum að fara í­ mat til afa og ömmu. Matseðillinn var í­ takt við í­slenska sunnudagaeldamennsku þess tí­ma. Kjúklingur með brúnni sósu og frönskum kartöflum (þótti lostæti) eða lambakjöt – læri eða hryggur. Lambið var sett í­ ofninn snemma dags og nánast orðið að kæfu þegar …

Fjarri góðu gamni

Fékk tölvupóst í­ hádeginu með auglýsingu um grí­ðarlega spennandi ráðstefnu sem haldin verður í­ Cambridge 20.-21. mars, með titilinn: Kuhn and the Sociology of Scientific Knowledge. Dagskráin er mögnuð. Allar helstu kanónurnar úr SSK-geiranum í­ Bretlandi. Edinborgarskólinn mættur eins og hann leggur sig! Mig blóðlangar, en sé enga möguleika á að fara. En þeir lesendur …

Stigamaður

Verkefni morgunsins á Minjasafninu er að klára að mála andyrið svo það verði tilbúið fyrir Safnanóttina annað kvöld. Þá geta allir góðir menn mætt í­ Elliðaárdalinn, farið í­ gönguferð í­ leiðsögn minni og Guðbrands Benediktssonar á írbæjarsafni (sem er gamall skólabróðir og snillingur), drukkið kakó eins og þeir fengju borgað fyrir það og fiktað í­ …

Tjáningarfrelsið

Það hvimleiðasta við Múhameðsmyndamálið er hversu margir nota það til að upphefja sjálfa sig og slá sig til riddara í­ baráttunni fyrir tjáningarfrelsi – sem sagt er hornsteinn menningar okkar. Hvaða dáð er fólgin í­ því­ að verja rétt manna til að teikna skrí­pamyndir sem okkur Evrópubúum (sem ekki erum múslimar) finnst meinleysislegar? Það segir …