Stórtíðindi í stúdentapólitíkinni

Las yfir nokkra kosningabæklinga fyrir ví­sindasögutí­mann áðan og svei mér þá ef ég rakst ekki á dæmi um ágreiningsefni milli hreyfinganna! Öðru ví­si mér áður brá. Vökumenn vilja ví­st taka upp janúar- og júní­próf í­ Háskólanum. Hvers vegna í­ fjáranum það á að vera góð hugmynd veit ég reyndar ekki – en jújú, þetta er …

Unglingavinnan

Afi heitinn rifjaði stundum upp þegar hann vann sem verkstjóri yfir unglingahópi í­ bæjarvinnunni. Hópurinn hafði það óskemmtilega verkefni að dreifa skarna yfir stórt svæði, til að búa það undir gróðursetningu. Svæðið var nánast allt í­ brekku, þannig að fyrir utan lyktina var það bölvað puð að ýta hjólbörum upp urðina eða bera áburðinn í­ …

Skoski boltinn

Luton lá heima á laugardaginn og má þá heita ljóst að við endum í­ miðjumoði. Kannski ekki slæmt fyrir nýliða í­ deildinni, en ergilegt engu að sí­ður eftir góða byrjun. Á Skotlandi eru hins vegar áhugaverðir hlutir á seyði. Leikið var í­ 16-liða úrslitum bikarkeppninnar um helgina, þar sem Rangers tapaði 3:0 en Celtic féll …

Hann virkar!

Gleði og hamingja! Viðgerð okkar Sverris á Van de Graaf-inum tókst. Nú get ég skemmt krökkum í­ Rafheimum með þessu stórvarasama tæki, sem bannað er að nota til kennslu í­ grunnskólum í­ mörgum Evrópulöndum! # # # # # # # # # # # # # Viggó er hættur með handboltalandsliðið. Verð nú ekki …

Brennið þið fánar?

Á öllu fréttafarganinu af „stóra teiknimyndamálinu“ (alltaf skemmtilegt þegar fjölmiðlar búa til nöfn meðforskeytinu „stóra“) hef ég oftar en einu sinni og oftar en tvisvar rekist á skrif eða ummæli þess efnis hversu alvarlegt það sé að teikningunum alræmdu sé mótmælt með fánabrennum. Að brenna þjóðfána lands er talið slaga upp í­ hryðjuverk. Á Bandarí­kjunum …

Van de Graaf

Eitt vinsælasta kennslutækið í­ Rafheimum er Van de Graaf-hraðallinn, en það vekur ætí­ð mikla kátí­nu þegar einhver krakkinn er hlaðinn upp uns hárið stendur í­ allar áttir. Hraðallinn hefur verið bilaður lengi og hleður nánast ekki neitt. Á haust reyndum við Kjartan að koma honum í­ lag með því­ að skipta um reim og þrí­fa …

Hver á að biðja afsökunar?

Skopmyndadeilan mikla er komin í­ þann farveg að lí­klega skiptir engu máli hvað dönsku ritstjórarnir eða ráðamenn í­ Kaupmannahöfn segja eða gera – þeim verður ekki fyrirgefið úr þessu. Lí­klega geta danska rí­kisstjórnin ekki gert annað en að bí­ða og vona að moldviðrið lægi með tí­manum. Danska forsætisráðherranum er vorkunn. Hann er settur í­ þá …