írið 1999 hófum við í SHA að beita okkur fyrir því að íslensk sveitarfélög gerðu samþykktir þar sem tekið væri fram að geymsla og umferð kjarna- og efnavopna væri ólögleg á viðkomandi stað. Það var Einar Ólafsson, þáverandi ritari SHA en nú ritstjóri Friðarvefsins, sem kynnti okkur fyrir alþjóðlegu átaki í þessum efnum. Frumkvæðið að þessu átaki kom frá borgarstjóranum í Hiroshima (eða var það Nagasaki?)
Segja má að tilgangur þessara yfirlýsinga hafi verið þríþættur:
i) Á sumum tilvikum hafa samþykktirnar praktískt gildi. Þannig háttar til í sumum sveitarfélögum að þar eru hafnir sem erlend herskip geta heimsótt. Eftir að Reykjavík lýsti yfir stofnun kjarnorkuvopnalauss svæðis vitum við til að hafnaryfirvöld hafi gert erlendum herskipum grein fyrir þessari stefnu borgarinnar.
ii) Samþykktirnar hafa táknrænt gildi, á sama hátt og hver önnur stuðningsyfirlýsing við málstað.
iii) Samþykktirnar skapa beinan pólitískan þrýsting á íslensk stjórnvöld, en tillögur um friðlýsingu Íslands og íslenskrar lögsögu hafa margoft verið bornar fram á Alþingi en aldrei fengist afgreiddar. Það eru hins vegar skýr skilaboð til Alþingis ef þorri sveitarstjórna samþykkir slíkar tillögur.
Því fer fjarri að málaleitan SHA hafi verið tekið með kostum og kynjum af öllum. Það var gríðarleg vinna fólgin í að senda sveitarstjórnum um land allt bréf, kynna þeim verkefnið frekar og hringja svo til að ýta á eftir afgreiðslu. Sigurður Flosason, hinn eitilharði gjadkeri SHA, var höfuðpaurinn í þessu. Hann var óþreytandi í að reka á eftir málinu og kalla svo efitr formlegri staðfestingu á afgreiðslu frá hverjum stað.
Nú er staðan orðin sú að langflest sveitarfélög á Íslandi hafa svarað kalli SHA og friðlýst sig. Á dögunum bættist Húnavatnshreppur á Norðurlandi í hópinn. Því fagna allir góðir menn.
Eftir standa einungis tíu sveitarfélög. Öll sveitarfélögin fimm á Suðurnesjum, Garðabær, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hornafjörður, Skútustaðahreppur og Skagabyggð.
Ekki verður því borið við að sveitarfélögin sem hér um ræðir þekki ekki til málsins. Flest ef ekki öll hafa tekið það til afgreiðslu og vísað frá eða hreinlega fellt það í atkvæðagreiðslu. Víða breyttist þó samsetning bæjarstjórna og hreppsnefnda í kosningunum í vor, svo ekki er útilokað að einhverjir þessara staða endurskoði fyrri afstöðu sína. Þannig bind ég vonir við að írni Sigfússon tali um fyrir sínum fólki í Reykjanesbæ.
Ef ég þekki Sigga Flosa rétt, hættir hann ekki fyrr en síðasti þverhausinn gefst upp og fellst á friðlýsingu!