Sú tilraun Framsóknarmanna og nokkurra flokksfélaga minna að festa nafnið „Baugsstjórnin“ við hina væntanlegu ríkisstjórn íhalds og krata er dæmt til að mistakast. Fjölmiðlamenn munu ekki þora að nota hugtakið og þar með er það dauðadæmt.
Ég ætla að koma með aðra og lífvænlegri uppástungu:
Hvað með að tala um D/S-stjórnina (sem væri þá borið fram Dé-Ess stjórnin)? Þetta myndi vísa til listabókstafa flokkanna – en fæli jafnframt í sér vísun til ákveðins samskiptamynsturs sem væntanlega mun einkenna þessa ríkisstjórn…
Jamm.
# # # # # # # # # # # # #
Þórdís var ekkert að drolla. Nýjasta tölublaðið af Börnum og menningu beið mín fyrir innan bréfalúguna þegar heim var komið. Er þegar búinn að lesa grein írmanns um Stubb og þótti hún góð.
Megi Moggabloggið fá illt í magann og uppáskrift á bragðvonda magamixtúru!