Samkvæmt hinni opinberu sögu lögreglunnar var ákveðið að sleppa fangelsaða mótmælandanum eftir að ónafngreindur maður kom og borgaði sektina. Það er athyglisvert.
Við eigum sem sagt að trúa því að meðan lögreglustöðin var í herkví, eggjum og grjóti rigndi og löggan mundaði spreibrúsana… þá rölti einhver friðelskandi borgarinn inn í afgreiðsluna og reif upp budduna.
…
Hvernig komst hann inn?
Voru bakdyrnar opnar?
Eða olnbogaði hann sig í gegnum hópinn, sagðist vera að greiða sekt og losnaði þannig við úðagusu?
Menn gætu að minnsta kosti reynt að ljúga líklegar…