Í mörg ár hef ég skemmt mér við að segja söguna af því þegar Palli Hilmars vinur minn lenti í því að sitja í myrkri heila helgi og elda á prímus, þess fullviss að Rafmagnsveitan væri búin að taka af strauminn vegna vangoldinna reikninga, til þess eins að fatta á mánudegi að farið hefði öryggi …
Monthly Archives: september 2009
Fyrsta verk Davíðs
Inga Lind Karlsdóttir þarf líklega að leita sér að nýrri vinnu núna. Það er jú ljóst að fyrsta verk Davíðs Oddssonar á stóli ritstjóra Morgunblaðsins verður að slá af hugmyndina um fréttaútsendingar Morgunblaðsins á Skjá einum. …eða var það ekki eiginlega eini tilgangurinn með fjölmiðlalögum Davíðs Oddssonar á sínum tíma: að banna aðilum sem gefa …
Nafnið
Þumalputtaregla fyrir nýbakaða foreldra þegar kemur að því að barni sínu nafn er sú að máta nafnið, t.d. í öllum föllum og í ólíku samhengi. Þannig eru stúlknanöfnin Lind og Ýr ágæt hvort í sínu lagi – en afleit saman. Aðstandendur nýja stjórnmálaaflsins – Hreyfingarinnar – virðast hafa fallið á þessu prófi. Hreyfingin er kotroskið …
Þjóðin hafnar Bubba, Margréti Láru & handboltalandsliðinu
Skoðanakönnunin sem birt var í gær um „sameiningartákn þjóðarinnar“ var kjánaleg – enn kjánalegri var þó túlkun fjölmiðla á henni. Nú étur t.d. hver upp eftir öðrum að 1% þjóðarinnar líti á forsetann sem sameiningartákn – og 99% geri það þar af leiðandi ekki. Nú er það svo sem alveg ljóst að Ólafur Ragnar er …
Continue reading „Þjóðin hafnar Bubba, Margréti Láru & handboltalandsliðinu“
Reykjavíkurmeistarar!
Framarar eru Reykjavíkurmeistarar í handbolta karla! Því fagna allir góðir menn. Mótið er reyndar ekki byrjað. En þátttökuliðin verða bara þrjú: Fram, Stjarnan og Grótta. Og þar sem tvö síðarnefndu liðin eru utan Reykjavíkur er titillinn okkar. En ekki er nú risið hátt á þessu sögufræga móti í dag.
Í kvöld
Borgarastríð hefur geysað á Sri Lanka nær samfellt í aldarfjórðung og komust átökin mjög í fréttirnar á vormánuðum þegar stjornarherinn í landinu gekk milli bols og höfuðs á sveitum Tamíl-tígra. Daglega berast nýjar fréttir af afleiðingum átakanna og mannréttindabrotum á eynni. Íslendingar hafa haft talsverð afskipti af málefnum Sri Lanka, til dæmis með því að …
BJ 87
Það magnaðasta við deilurnar innan Borgarahreyfingarinnar er hversu mikil heiftin er orðin – og samt eru þau enn ekki farin að rífast um peningana. Það er fyrst þegar peningarnir koma inn í spilið að allt fer í hund og kött. Það er erfitt að stilla sig um að líkja stöðu mála í Borgarahreyfingunni nú við …
Enn um styttur
Það er hið besta mál að menn rífist um styttur – hvort þessi eða hinn eigi skilið að fá minnisvarða. Oft getur sá debat verið skemmtilegasti og frjóasti parturinn af ferlinu. Ein rökin sem hvað oftast eru notuð gegn minnisvörðum (og líkneskjum sérstaklega) eru á þá leið að „þetta hefði hr. x ekki viljað“. Það …
Bjarga Ingólfstorgi?
Jújú, líklega væri gott að afstýra þessari hótelbyggingu og flutningnum á húsunum… …en ætla besta leiðin til að bjarga Ingólfstorgi sé ekki sú að saga þrjár hæðir ofan af helvítis Moggahöllinni. (Þó ekki á meðan þingflokkur VG er í vinnunni.)
Önnur sjónarmið
Landsfundur Borgarahreyfingarinnar stendur fyrir dyrum. Einhvern veginn eru allir svo sannfærðir um að fundurinn muni leysast upp í hjaðningavíg og deilur að ég er farinn að hallast að því að hið gagnstæða gerist. Að það verði bara nokkuð góður samhljómur. Í fréttum er talað eins og hreyfingin skiptist upp í tvo arma. Í öðrum eru …