Drátturinn (b)

Þetta var fín helgi hjá Luton. Lékum við Charlton (sem er við topp gömlu þriðjudeildarinnar) á útivelli og gerðum 2:2 jafntefli. Það þýðir að liðin mætast aftur á Kenilworth Road annan þriðjudag eða miðvikudag – mjög sennilega í beinni útsendingu í sjónvarpi. Síðdegis var svo dregið í 3ju umferðina og niðurstaðan varð áhugaverð – Tottenham …

Ráðherradómurinn

Mér sýnist að einhvers staðar á bilinu þriðjungur og helmingur frambjóðenda til stjórnlagaþings verji hluta af 700 slögunum sem þeir höfðu til að lýsa stefnumálum sínum í kynningarblaði landskjörstjórnar í að taka fram að þeir vilja skerpa skilin milli framkvæmdar- og löggjafarvalds. Væntanlega er drjúgur hluti hinna á sama máli, þótt þeir komi því ekki …

Hvaða Helga?

Hulda Jakobsdóttir var bæjarstjóri fyrst íslenskra kvenna. Hún stýrði Kópavogi og þar í bæ má finna Huldubraut á norðanverðu Kársnesinu. Ég hef alltaf haft það fyrir satt að Huldubraut heiti eftir Huldu bæjarstjóra – sem gerir hana þá væntanlega að eina 20. aldar stjórnmálamanninum sem hefur fengið götu nefnda í höfuðið á sér. (Það er, …

Aðskilnaðurinn

Við stjórnlagaþingsframbjóðendur fáum þessa daga ókjörin öll af tölvupósti með fyrirspurnum um allt milli himins og jarðar. Í mörgum tilvikum er um að ræða félagasamtök sem vilja pota málstað sínum inn í stjórnarskránna – sem er oft og tíðum hið besta mál. Stundum er það langsóttara. Þannig sendir fjallabílaklúbburinn 4*4 fyrirspurn um hvort frambjóðendur séu …

Eldflaugavarnarkerfi

Gamall draugur minnti á sig um helgina. Á Nató-fundi í Lissabon var vikið að draumi stjórnenda bandalagsins um að koma upp gagneldflaugakerfið (sem er 21.aldar heitið á því sem Reagan-stjórnin kallaði Stjörnustríðsáætlun). Þessu hefur verið slegið upp sem nýjum fréttum og stefnubreytingu hér heima. Þannig virðast bæði stuðningsmenn og andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa verið jafn grallaralausir …

Hugsað út fyrir rammann

Kristbjörn Gunnarsson, brottfluttur nágranni úr Norðurmýri og gamall skólabróðir úr MR, bendir í athugasemdakerfi þessarar síðu á fésbókarfærslu sína. Þetta er endurunnin bloggfærsla sem hann sendi frá sér fyrir mörgum árum. Ég las hana á sínum tíma og þótti hún frumleg og snjöll. Í stuttu máli freistar Kristbjörn þess að finna nýjan flöt á umræðunum …

Skringifréttin

Skringifrétt dagsins birtist í Mogganum (raunar er samstofna frétt á Vísi líka), sem báðar eru endursagnir á frétt í Telegraph þess efnis að við erfðafræðirannsóknir hefði komið í ljós að hópur Íslendinga eigi formóður af ætt amerískra frumbyggja. Hægt er að rekja þetta aftur til konu sem uppi var á suðaustanverðu landinu í byrjun átjándu …

Um borðspil

Tómas V. Albertsson þjóðfræðingur og heiðingi hefur um langt skeið unnið að söfnun upplýsinga um sögu íslenskra borðspila. Í ljós kemur að miklu meira hefur verið gefið út af slíkum spilum en flesta órar fyrir. Í morgun sendi hann skeyti á Gammabrekku, póstlista sagnfræðinga, með fyrirspurn um ýmis fágæt spil. Ég stelst til að birta …

Leikskólinn minn

Skömmu eftir að Ólína, dóttir mín, byrjaði á leikskólanum Sólhlíð haustið 2006 var hengd upp auglýsing um aðalfund foreldrafélagsins. Við Steinunn köstuðum upp á það krónu hvort okkar ætti að mæta – í okkar huga var jafnsjálfsagt að mæta á aðalfund foreldrafélags í leikskóla og t.d. aðalfund húsfélags í fjölbýlishúsinu þar sem maður býr. Ég …