Nuclear

Það hljómar alltaf jafnskringilega þegar George W. Bush talar um kjarnorkuvopn og segir orðið „nuclear“ – og ber það fram „njú-kú-le-ar“ en ekki „njúkler“. Þetta er oft haft til sannindamerkis um að forsetinn sé málhaltur fáviti.

Hið rétta í­ málinu er ví­st að „njú-kú-le-ar“ mun vera fullgildur framburður á orðinu – og jafnvel rí­kjandi framburður á mörgum stöðum.

Þetta höfum við aðdáendur Morrissey náttúrlega vitað lengi – enda þekkja allir lagið „Everyday is like Sunday“ (sem er lí­klega næstbesta lag sem Morrissey hefur sungið, Smiths-árin meðtalin).

Það er samt alltaf pí­nkulí­tið skrí­tið að hlusta á lagið og heyra goðið syngja: „Come Armageddon. Come on njú-kú-le-ar war…“