Ræða Höllu Gunnarsdóttur sem flutt var í lok friðargöngunnar á Þorláksmessu er loksins komin inn á Friðarvefinn. Það mun væntanlega ekki kæta Egil Helgason, sem lætur friðargönguna fara í taugarnar á sér. Um daginn skrifaði hann e-ð á þessa leið: „Vandinn við þessar göngur er að þetta er allt á einn veginn, gamla Bandaríkjahatrið.“
Á ljósi þess að í göngunni eru ekki hrópuð slagorð eða borin skilti og borðar – þá hlýtur Bandaríkjahatrið að koma fram í ávörpunum. Um aðra kosti getur varla verið að ræða. Það er því væntanlega vissara að vara viðkvæma við því að lesa:
Ræðu Höllu Gunnarsdóttur frá því í ár,
ræðu Falasteen Abu Lideh frá árinu 2006
& ræðu séra Bjarna Karlssonar frá árinu 2005.
Já – ægilegt fólk þessir friðarsinnar…