Útförin

Hún tókst vel. Presturinn stóð sig ágætlega – meðvitaður um að að um það bil helmingur ættingjanna væri trúlaus en hinn helmingurinn trúaður.

Á famelí­unni hefur komist á sá siður að bæklingarnir sem dreift er í­ kirkjunni, með prógraminu og sálmunum, innihalda myndir af þeim látna, auk ættfræðiupplýsinga. Get mælt með því­ við alla þá sem þurfa að jarðsetja ástvini. Kirkjugestirnir kunna að meta að geta lesið allt um börn, barnabörn o.s.frv. áður en athöfnin hefst.

# # # # # # # # # # # # #

Keypti Höfuðlausnir e. Megas á geisladiskamarkaðnum í­ Perlunni um daginn. Hef ekki átt þá plötu á geisladiski, bara á ví­nil heima hjá gömlu. Er þetta besta Megasarplatan? Já, ég er ekki fjarri því­.

# # # # # # # # # # # # #

Jafntefli gegn Wycombe – toppliðinu – á útivelli. Ef önnur úrslit hefðu verið okkur í­ hag, myndum við fagna þessu stigi vel og innilega. Bournemouth náði hins vegar stigi, sem og Barnet. Grimsby og Chester unnu bæði. Samt megum við vel við una. Þetta var fjári gott stig og nú erum við bara í­ mí­nus sex.

Málningarbikarinn á þirðjudag gegn Colchester. Það er win-win leikur. Ef við vinnum erum við bara tveimur leikjum frá Wembley. Ef við töpum ef þetta bara fokkí­ngs málningar-bikarinn. Aðalmálið er bara að missa ekki neinn í­ meiðsli.