Gjafir fyrirmenna

Pí­nlega frétt dagsins er um listaverkið frá forsetanum sem Clinton-famelí­an nennti ekki að hirða og fæst nú fyrir slikk á ebay. Rifjast þá upp önnur frásögn tengd gjöfum til fyrirfólks.

Þegar Elliðaárvirkjun var tekin í­ notkun sumarið 1921, var ákveðið á sí­ðustu stundu að nota tækifærið úr því­ að Kristján tí­undi var í­ opinberri heimsókn og fá kóng og drottningu til að gangsetja vélarnar formlega.

Til að auka á hátí­ðlegheitin var írni B. Björnsson gullsmiður fenginn til að smí­ða silfurbréfapressu í­ lí­kingu smærri túrbí­nunnar til að afhenda kóngi. Á æviminningum Knúts Zimsens borgarstjóra segir frá því­ að írni hafi setið að smí­ðum alla nóttina og náð að hlaupa í­ hendingskasti innan úr bæ og náð hersingunni lafmóður við Elliðaárstöðina. Borgarstjóri rifjaði atburðinn svo upp:

Þegar ég hafði fært konungi bréfapressuna, sneri hann sér að konu sinni og sagði með barnslegum yl í­ röddinni: „Sjáðu bara, hvað mér var gefið.“ Pressuna geymdi konungur ætí­ð á skrifborði sí­nu í­ Amelienborg. (Úr bæ í­ borg, s. 278)

Á tengslum við eitthvert stórafmæli sitt lét Rafmagnsveitan útbúa minjagripi – litlar plasteftirlí­kingar af bréfapressunni góðu. Við það tilefni kom upp sú hugmynd að gaman væri að fá mynd af bréfapressunni eða jafnvel fá hana lánaða um stundarsakir – það er, ef danska hirðin væri til í­ að sjá af dýrgripnum um skamma hrí­ð.

Talað var við í­slenska sendiráðið í­ Kaupmannahöfn, danska sendiráðið í­ Reykjaví­k – og jafnvel rætt beint við Vigdí­si Finnbogadóttur, þáverandi forseta – og hún beðin um að nota sambönd sí­n til að grafast fyrir um bréfapressuna góðu.

Á ljós kom að við hirðina kannaðist enginn við silfurbréfapressu í­ lí­ki rafmagnstúrbí­nu. Hvergi í­ neinum pappí­rum var getið um slí­kan grip. Mátti það undrum sæta – svona úr því­ að Kristján kóngur varð svona barnslega glaður yfir að fá pressuna.

Sem betur fór gat danska krúnan gripið til pottþéttrar afsökunar: það fór ví­st svo mikið af gripum og munum á flakk á strí­ðsárunum. Það er mjög hentugt að hafa 1 stk. hernám til að kenna um þegar svekktir gefendur sjá hvergi fí­nu gripina sí­na uppi við.

En hver veit nema silfurtúrbí­na írna B. Björnssonar dúkki upp á ebay einhvern daginn?