Eftirfarandi tilvitnun í kunnan fagurkera er frá árinu 1974. Hver er maðurinn og hverju mótmælti hann svo kröftuglega?
Þetta dæmalausa plagg Iýsir betur en flest annað þeim yfirgangi smekkleysunnar, sem íslensk börn eru beitt, hvort heldur er með slíkri furðusendingu eða með forheimskuðum skrípamyndum sjónvarpsins í barnatímum, eða þeim bíómyndum, sem kallaðar eru barnasýningar.
Aðilar þeir, sem að slíku standa, virðast hafa það sameiginlega álit á börnum, að afkáraskapurinn sé þeim helst til skemmtunar, flatneskjan best til skilnings og listrænt menningarleysi þeim öruggast til uppdráttar.
Börn kunna að meta góða teikningu, þau eru býsna glögg á það, sem er vandað og fallega gert. Því er það grætilegt, að opinberir aðilar skuli finna sig knúða til að senda þeim slíka andlega sjálfsmynd sína og það að sýnist í algjöru tilgangsleysi.
… Það vill til, að mörg hafa lagt þennan undarlega jólaglaðning til hliðar með hreinu ógeði.