Rangt

Ég var aldrei sérstakur aðdáandi stjórnmálamannsins Halldórs Ásgrímssonar. Raunar má segja að ég hafi verið meira og minna ósammála flestöllu því sem hann stóð fyrir í pólitík.

Aldrei fyrirleit ég Halldór Ásgrímsson þó jafn innilega og af öllu hjarta og daginn þegar hann mætti í sjónvarpið og sagði ríkisstjórnina vilja fá stoðtækjafyrirtækið Össur til að smíða nýjar fætur á Alí litla, sem missti alla fjölskylduna, fæturnar, hendurnar og var þakinn brunasárum um restina af líkamanum eftir að eitt af loftskeytunum okkar splundraði húsinu hans.

Vonandi á ég eigi aldrei eftir að fyrirlíta nokkurn íslenskan stjórnmálamann (eða nokkra aðra manneskju ef út í það er farið) jafn mikið og Halldór Ásgrímsson þennan dag.

Ég upplifi samt vott af sömu tilfinningu (á miklu minni skala þó) þegar ég les pistla eins og þennan. Hvað gengur á í kollinum á fólki sem horfir upp á einhverjar mestu náttúruhamfarir sögunnar, með óheyrilegu mannfalli, þar sem Íslendingar reyna af veikum mætti eins og aðrar þjóðir að lina þjáningar fólksins – og fer þá strax að hugsa um hvað þetta sé nú gott ímyndarmál og flott PR í einhverri helvítis peningadeilu við Breta.

Ljótt, ljótt sagði fuglinn.