TURK 182

íðan leit ég inn á Háskólafjölritun ásamt Sverri Jakobs. Þar var að venju fullt af pirruðu fólki að bí­ða, sem lofað hafði verið skjótri og greiðri þjónustu – en fékk útúrsnúninga og afsakanir. Stysta stráið dró þó þýsk stúlka sem var mætt til að kaupa ljósrit af einhverri bandarí­skri hnattvæðingarbók. Ætli hún hafi ekki beðið …

Mánudagsfiskur

Á dag er mánudagur. Þá skal étinn fiskur, ofnbökuð ýsa í­ einhverri sósu. Það skal keypt í­ fiskbúðinni sem áður var verslunin Vegamót, bestu fiskbúð höfuborgarsvæðisins. Þá vitið þið það, lesendur góðir. # # # # # # # # # # # # # Á þessum skrifuðum orðum rennur upp fyrir mér hversu óstjórnlega …

Mjóddin

Assgoti fannst mér Mjóddin, myndin eftir Róbert Douglas vera skemmtileg í­ gær. Það tók mig samt tí­u mí­nútur að læra að horfa á myndina. Á köflum hefði þó mátt texta samræðurnar, einkum þegar menn voru muldrandi í­ hálfum hljóðum heilu samtölin.

Tveir jakkar

Magnað! Þór vinnur veðurfræðinga-vinsældarkosninguna mí­na, þessu hefði ég aldrei trúað… Á gær mætti ég í­ fimm ára afmæli Ví­sindavefs Háskólans. Hitti strákana sem stýra Stjörnufræðivefnum, sem ég tel besta fræðsluvef landsins um þessar mundir. Á kvöld mættum við í­ tvö afmælisboð – þrí­tugsafmæli hjá Ernu Erlings og fimmtugsafmæli hjá Dúu, konu Kidda, bróður tengdamömmu. Upp …

Veðurfræðingar

Björn veltir vöngum yfir veðurfræðingum og kröftugri innkomu Þórs Jakobssonar inn í­ töffaraheim veðurfræðinnar. Ég er ekki sannfærður. Held samt að flestir eigi sér uppáhalds-veðurfræðing. Þannig sé hægt að skipta öllum Íslendingum upp í­ Þórs-fólk; Trausta-fólk; Einars Sveinbjörnssonar-fólæk og svo framvegis. Held að allir þessir eftirlætisveðurfræðingar þjóðarinnar séu hjá Sjónvarpinu – þrátt fyrir ámjátlegar tilraunir …

Vikapiltur

Hversu mikinn í­s geta barnshafandi konur étið? Var á miðnefndarfundi í­ SHA, að leggja drög að alþjóðlega mótmæladeginum í­ mars þegar neyðarkallið kom – það vantaði í­s frá í­sbúðinni við Hagamel og nóg af honum. Að venju var fullt út úr dyrum, þótt allar aðrar í­sbúðir borgarinnar séu hálftómar á þessum árstí­ma. Þessi í­sbúð er …

Bók í pósti

Á gær fékk ég senda í­ pósti nýútgefna bók, sem ég minnist hvorki að hafa pantað né að hafa lagt til að öðru leyti. Enginn gí­róseðill fylgdi með og ekkert bendir til að tekið hafi verið af Visa-kortinu mí­nu fyrir henni. Eitthvað segir mér að á næstu dögum verði hringt í­ mig og ég beðinn …

Traustabrestir

Lí­f bí­leigandans er aldrei dauflegt – í­ það minnsta ef bí­llinn er hálfgerður skrjóður. Ferðin með Volvoinn í­ smurninguna kallaði á ófyrirséð hliðarútgjöld, en þó ekki nema smotterí­ miðað við það hvað sumir eru að borga af bí­lalánunum sí­num um hver einustu mánaðarmót. Vitaskuld ákvað litla dósin hennar Steinunnar að Blái draumurinn væri búinn að …

Sko til!

Handboltinn fór bara miklu betur en nokkur þorði að vona. Þá er bara að vona að þessir Slóvenar séu labbakútar og útlitið gæti reynst harlagott. Svo var Stjörnumaðurinn í­ Haukum bara fí­nn í­ markinu. Ég er strax farinn að hlakka til þriðjudagsins. # # # # # # # # # # # # # …