Á morgun fórum við feðginin í getraunakaffið hjá FRAM, en getraunastarfið hefur verið með afbrigðum öflugt þar síðustu vikurnar. Ólína var að ráfa um gólfið með kleinu upp í sér, þegar hún hljóp beint fyrir lappirnar á miðjumanninum knáa, Viðari Guðjónssyni. Þau féllu bæði í gólfið og með því kaffibollinn sem Viðar hélt á. Þar …
Monthly Archives: desember 2006
Kaupþing banki
Viðskiptabankinn minn skipti víst um nafn í nótt. Hann heitir núna Kaupþing banki og farið verður í tryllingslega auglýsingaherferð til að berja nýja nafnið inn í hausinn á viðskiptavinum og allri alþýðu manna. Ekki byrjar þetta þó vel hjá bankanum. Á það minnsta hefur alveg gleymst að láta stjórnendur heimasíðu bankans vita af þessum breytingum …
Loftnetsviðgerðir
Loftnetið fyrir sjónvarpið er í steik. Vandinn verður ekki leystur með því að klifra upp á þak, heldur þarf að skipta út einhverjum tenglum á þeim enda snúrunnar sem er hér innandyra. Það verður víst ekki gert án þess að hafa þartilgerð tæki og kunnáttu. Held meira að segja að þetta sé ekki djobb fyrir …
Tvíbbar
Á dag fórum við í heimsókn til Þóru frænku Steinunnar og mannsins hennar, Palla sveitarstjóra. Þau eignuðust tvíbura fyrir rúmri viku, strák og stelpu. Manni bregður alltaf jafnmikið við að sjá svona lítil kríli. Ég ráðlagði þeim að taka nóg af myndum, ef þau ætluðu að muna eitthvað eftir þessum fyrstu vikum. Sjálfur man ég …
Týnda færslan fundin
Týnda færslan sem ég ræddi um hér að neðan er komin í leitirnar! Óli Gneisti bjargaði henni og skellti í athugasemdakerfið við síðustu færslu. Það má því lesa hana þar. Reyndar hafa einhverjar athugasemdir tapast, sem og tenglar, en ég nenni ekki að gera neitt í því núna.
Heimastjórnar Dabbi
Á gær las ég Ljóra sálar minnar, greinasafn e. Þórberg Þórðarson. Þar var margt forvitnilegt að finna, sem vænta mátti. Á umfjöllun skáldsins um pólitíkina og kosningarnar 1911 að mig minnir, getur Þórbergur um Heimastjórnar Dabba sem virðist hafa látið hvað dólgslegast í sveit Heimastjórnarflokksins, sem Þórbergur hafði litlar mætur á. Þetta klingdi bjöllum hjá …
Prufa
Þetta blogg er bara prufa til að sjá hvort Palla hafi ekki örugglega tekist að flytja Kaninkuna á nýja staðinn. Vonandi heyra bilanir sögunni til og skæluskjóðurnar sem kvarta undan því að geta ekki lesið þessa síðu hvenær sem þeim sýnist þagna. Og meðan ég man – síðasta færsla hvarf við flutningana, ekki vegna þess …
Sýnar-merkið
Getur einhver útskýrt fyrir mér hvers vegna útsendingastjóri sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar kýs að planta merki stöðvarinnar ofaní klukkuna sem sýnir leiktímann í beinum útsendingum frá spænska boltanum? Það hlýtur að vera hægt að útbúa þann fídus að færa Sýnar-merkið í eitthvert annað horn á skjánum í þeim útsendingum sem það er til trafala. # # # …
Á launum frá fréttastofunni
Nú karpa fréttamenn um það hvað sé til siðs varðandi greiðslur til heimildamanna. Sjálfur hef ég ótaloft lent í viðtölum og spjallþáttum. Fjölmiðlamenn líta á þetta sem sjálfsagða þegnskylduvinnu viðmælenda sinna. Oftar en ekki er hringt með stuttum fyrirvara, sem þýðir að maður þarf að leggja önnur verk til hliðar, taka sér frí úr vinnu, …
Áfram Kristsmenn krossmenn!
Valsblaðið kom inn um bréfalúguna áðan. Það er nú ekki oft sem maður er minntur á að Norðurmýrin á víst að heita Valshverfi samkvæmt skiptingu borgaryfirvalda. Sögulega séð er hún náttúrlega Framhverfi, enda var gamli Framvöllurinn fyrir neðan Stýrimannaskólann. ívarpið í blaðinu vakti athygli mína. Þar skrifar sóknarpresturinn í Hallgrímskirkju einhverja jólahugvekju með Biblíutilvitnunum og …