Skriðtækling

Á morgun fórum við feðginin í­ getraunakaffið hjá FRAM, en getraunastarfið hefur verið með afbrigðum öflugt þar sí­ðustu vikurnar. Ólí­na var að ráfa um gólfið með kleinu upp í­ sér, þegar hún hljóp beint fyrir lappirnar á miðjumanninum knáa, Viðari Guðjónssyni. Þau féllu bæði í­ gólfið og með því­ kaffibollinn sem Viðar hélt á. Þar …

Kaupþing banki

Viðskiptabankinn minn skipti ví­st um nafn í­ nótt. Hann heitir núna Kaupþing banki og farið verður í­ tryllingslega auglýsingaherferð til að berja nýja nafnið inn í­ hausinn á viðskiptavinum og allri alþýðu manna. Ekki byrjar þetta þó vel hjá bankanum. Á það minnsta hefur alveg gleymst að láta stjórnendur heimasí­ðu bankans vita af þessum breytingum …

Tvíbbar

Á dag fórum við í­ heimsókn til Þóru frænku Steinunnar og mannsins hennar, Palla sveitarstjóra. Þau eignuðust tví­bura fyrir rúmri viku, strák og stelpu. Manni bregður alltaf jafnmikið við að sjá svona lí­til krí­li. Ég ráðlagði þeim að taka nóg af myndum, ef þau ætluðu að muna eitthvað eftir þessum fyrstu vikum. Sjálfur man ég …

Týnda færslan fundin

Týnda færslan sem ég ræddi um hér að neðan er komin í­ leitirnar! Óli Gneisti bjargaði henni og skellti í­ athugasemdakerfið við sí­ðustu færslu. Það má því­ lesa hana þar. Reyndar hafa einhverjar athugasemdir tapast, sem og tenglar, en ég nenni ekki að gera neitt í­ því­ núna.

Heimastjórnar Dabbi

Á gær las ég Ljóra sálar minnar, greinasafn e. Þórberg Þórðarson. Þar var margt forvitnilegt að finna, sem vænta mátti. Á umfjöllun skáldsins um pólití­kina og kosningarnar 1911 að mig minnir, getur Þórbergur um Heimastjórnar Dabba sem virðist hafa látið hvað dólgslegast í­ sveit Heimastjórnarflokksins, sem Þórbergur hafði litlar mætur á. Þetta klingdi bjöllum hjá …

Prufa

Þetta blogg er bara prufa til að sjá hvort Palla hafi ekki örugglega tekist að flytja Kaninkuna á nýja staðinn. Vonandi heyra bilanir sögunni til og skæluskjóðurnar sem kvarta undan því­ að geta ekki lesið þessa sí­ðu hvenær sem þeim sýnist þagna. Og meðan ég man – sí­ðasta færsla hvarf við flutningana, ekki vegna þess …

Sýnar-merkið

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvers vegna útsendingastjóri sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar kýs að planta merki stöðvarinnar ofaní­ klukkuna sem sýnir leiktí­mann í­ beinum útsendingum frá spænska boltanum? Það hlýtur að vera hægt að útbúa þann fí­dus að færa Sýnar-merkið í­ eitthvert annað horn á skjánum í­ þeim útsendingum sem það er til trafala. # # # …

Á launum frá fréttastofunni

Nú karpa fréttamenn um það hvað sé til siðs varðandi greiðslur til heimildamanna.  Sjálfur hef ég ótaloft lent í­ viðtölum og spjallþáttum. Fjölmiðlamenn lí­ta á þetta sem sjálfsagða þegnskylduvinnu viðmælenda sinna. Oftar en ekki er hringt með stuttum fyrirvara, sem þýðir að maður þarf að leggja önnur verk til hliðar, taka sér frí­ úr vinnu, …

Áfram Kristsmenn krossmenn!

Valsblaðið kom inn um bréfalúguna áðan. Það er nú ekki oft sem maður er minntur á að Norðurmýrin á ví­st að heita Valshverfi samkvæmt skiptingu borgaryfirvalda. Sögulega séð er hún náttúrlega Framhverfi, enda var gamli Framvöllurinn fyrir neðan Stýrimannaskólann. ívarpið í­ blaðinu vakti athygli mí­na. Þar skrifar sóknarpresturinn í­ Hallgrí­mskirkju einhverja jólahugvekju með Biblí­utilvitnunum og …