Gunnar Smári skrifar lipran pistil í Fréttablaðið í dag. Þar kemur fyrir hnyttin klausa á þá leið að við séum ekki bara komin af þeim sem skrifuðu handritin – heldur líka þeim sem átu þau. Þetta er auðvitað skemmtileg líking og ágætur djókur. En eins og svo margir aðrir góðir djókar, einn af þeim sem …
Monthly Archives: desember 2009
PDW
Luton vann Eastbourne FC síðdegis, 4:1. Stuðningsmennirnir fagna stigunum þremur, en eru ekki ánægðir með frammistöðuna að öðru leyti. Það vefst líka talsvert fyrir mönnum að fagna innilega sigri á móti svona smáliðum. PDW, uppáhalds pistlahöfundurinn minn á besta Luton-spjallborðinu orðar þetta ansi vel (en af lítilli hógværð): „…it was a decent work out against …
Skelfing
Hlustaði á tvöfréttir á Bylgjunni. Þær byrjuðu seint og illa. Hef aldrei áður heyrt nafn fréttalesarans, sem líklega hefur verið að sjá um sinn fyrsta fréttatíma. Hafi verið einhver stórtíðindi í fréttum fóru þau alveg fram hjá mér. Öll athyglin fór í að fylgjast með því hvort lesarinn fengi hjartaáfall af stressi. Skelfingulostnari fréttamann hef …
Arðrændir unglingar?
Lenti í skoðanaskiptum við Andrés Jónsson á blogginu hans fyrr í dag. Kveikjan að því voru vangaveltur hans um hvernig best væri að standa að opinberum styrkjum til íþróttafélaga. Þetta leiddi hugann að gamalkunnri mýtu varðandi rekstur íþróttahreyfingarinnar: að rekstur meistaraflokka væri að miklu leyti greiddur með æfingagjöldum yngstu iðkendanna, sjálfboðavinnu unglinga og opinberu fé …
Misjafn smekkur
Björn Bjarnason velur fallegustu jólasöguna: „Litla stúlkan með eldspýturnar er fallegasta jólasagan fyrir utan jólaguðspjallið hjá Lúkasi. Öll börn hafa gott af að kynnast boðskap hennar og ekki síður hinir fullorðnu.“ Svona er smekkur manna ólíkur. Sjálfum hefur mér alltaf fundist þessi saga andstyggileg. Hún segir í stuttu máli frá fátæku barni sem frýs í …
Uppgjöf skynseminnar
Fyrir tíu árum – um áramótin 1999/2000 vildu fjölmargir vitleysingar halda aldamót. Fólk sem kunni að reikna varði ómældum tíma í að reyna að útskýra fyrir fáráðunum að aldamótin yrðu ekki fyrr en að ári. Núna virðist allt þetta góða fólk hafa gefist upp. Að minnsta kosti hef ég ekki orðið var við neinar greinar …
Stólaleysi
Fréttamoli Dv.is um deilur Þráins Betrhelssonar og Þórs Saari bendir til fádæma skilningsleysis á störfum þingsins. Ekki er ljóst hvort misskilningurinn liggur hjá Þór Saari, blaðamanni DV eða báðum. Í molanum segir: „Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, er ekki ánægður með sinn gamla félaga, Þráin Bertelsson, þessa dagana. Þór vildi að Egill Helgason, Eva Joly og fleiri …
Málaferlin
Um daginn varð ég fyrir þeirri ógæfu að fésbókarvinur skellt inn á síðuna sína tengli á hið vemmilega lag I feel like Buddy Holly með smjörpungnum Alvin Stardust. Það er hörmulegt lag – en jafnframt lag sem er alltof auðvelt að fá á heilann. Í örvinglan minni fór ég að lesa mér til um lagið …
Álftanes+Reykjavík
Árið 1997 var sameining Reykjavíkur og Kjalarness samþykkt í almennri atkvæðagreiðslu. Kjalnesingar voru þá afar illa staddir fjárhagslega og ljóst að sveitarfélagið yrði ekki á næstu árum fært um að standa undir þeirri þjónustu sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu gerðu kröfur um. Þrátt fyrir skuldabyrðina, höfðu Kjalnesingar ekki sýnt því áhuga að sameinast Mosfellsbæ þótt eflaust …
Útvapsmómentið
Hlustaði á morgunþátt Bylgjunnar á leiðinni með dótturina á leikskólann – sem aldrei skyldi verið hafa. Gissur fréttamaður var að ræða við þáttarstjórnendur og uppfræddi þau um að ABBA yrði að líkindum hleypt inn í frægðarhöll rokksins á nýju ári. Öll þrjú voru mjög ánægð með það, enda tónlist ABBA með eindæmum grípandi og skemmtileg. …