Tryggvi Þór Herbertsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hefur talað fyrir niðurfærslu skulda. Rök hans eru meðal annars þau að erlendir lánardrottnar hljóti að skilja að útilokað sé að ætlast til að Íslendingar standi undir skuldaklifjunum og sjá að skynsamlegra sé að afskrifa vænan hluta skuldanna frekar en að láta allt fara í kaldakol. Þetta er …
Monthly Archives: maí 2009
Kolröng frétt í DV
DV í dag birtir langa frétt um viðskipti Frjálsrar miðlunar (fyrirtækis dóttur Gunnars Birgissonar og eiginmanns hennar) við Orkuveituna. Þar er á nokkrum stöðum vikið að Minjasafninu – og í öllum tilvikum tekst blaðinu að fara rangt með. Blaðamaðurinn, Ingi F. Vilhjálmsson, hefur á liðnum dögum skrifað um viðskipti Frjálsrar miðlunar við Kópavogsbæ og Lánasjóðinn …
Hassið og vísitalan
Hass og spítt eru ekki hluti af vísitölunni, þrátt fyrir að vitað sé að ýmsir kaupi hvort tveggja. Hækkanir á þessum ólöglegu efnum ættu því að koma fram í verðbólgumælingunni. Svo er þó ekki. Aðalástæðan er sú að þótt fólk kaupi vissulega hass, þá finnst ríkisvaldinu að það eigi ekkert að vera að því og …
Hvað varð um BBC?
Nú er illa farið með góðan dreng! Fjölvarpið ákvað að bæta tveimur sjónvarpsstöðvum við úrval heimilisins. Fúlu viðskiptafréttastöðinni Bloomberg og klámmyndastöð. Í staðinn er BBC Entertainment orðin lokuð. Það eru fúl skipti að fá sveitta fjármálaspekúlanta og berrassaðar stelpur (og sveitta friðla þeirra – sem eru reyndar ekki ósvipaðir fjármálaspekúlöntum í útliti) í staðinn fyrir …
Svínaflensan
Heilbrigðisyfirvöld bera sig borginmannlega varðandi svínaflensuna. Talað er um strangar viðbragðsáætlanir, samráðsfundi sérfræðinga og geypimagn af lyfjum sem liggi á lager sjúkrahúsanna. Reglulega má heyra viðtöl við faraldursfræðinga sem ræða um spænsku veikina og hvort stóri skellurinn komi í haust. Á sama tíma hangir uppi blað á hverjum einasta leikskóla Reykjavíkur, undirritað af borgarstjóra eða …
Almáttugur
Loksins, loksins! Eftir langa mæðu er búið að virkja öryggismyndavélakerfið á Minjasafninu. Það eykur öryggi safnsins. Við höfum tvívegis orðið fyrir innbrotum og erum alltaf smeykir við að það geti endurtekið sig. Annar kostur er sá að nú getur hver sá sem vinnur á starfstöðinni minni fylgst með á tölvuskjánum þegar bílar renna í hlað, …
Misskilin umhyggja
Forsvarsmaður Stúdentaráðs Háskólans skrifaði grein í Fréttablaðið í morgun, til að svara athugasemdum Hildar Lillendahl varðandi gjaldskyld bílastæði við HÍ. Í stuttri grein kom stúdentaleiðtoginn því að í tvígang að baráttan gegn stöðumælum tæki sérstaklega mið að hagsmunum fatlaðra námsmanna. Það er ekki í fyrsta sinn sem þessu er haldið fram. Nú get ég alveg …
Frídagar
Sigmundur Ernir vill láta hnika uppstigningardegi til um einn dag, svo hann verði á föstudegi og launafólk fái þriggja daga helgi. Frekar en að eyða orkunni í að hnika uppstigningunni til um einn dag, ætti Sigmundur að reyna að færa upprisuna til sem þessu næmi. Ef páskadagur væri á mánudegi og annar í páskum á …
Hnattvæddar fréttir
Frétt dagsins er á Moggavefnum og fjallar um Icesave. Reyndar er ekki svo mikið á fréttinni sjálfri að græða. Hún er óskiljanlegur grautur af tölum, auk þess sem reikningurinn virðist ekki ganga upp. Þessi klausa er hins vegar fróðlegust: Hollensk stjórnvöld hafa greitt 106 milljónir evra, jafnvirði 18,5 milljarða króna, til einstaklinga og sveitarfélaga, sem …
Góðar fréttir fyrir Framara
Það var ánægjulegt að heyra í sjónvarpsfréttunum í kvöld að borgin sé á höttunum eftir fimm milljarða láni til mannaflsfrekra framkvæmda. Slíkar fréttir eru góðar í þessu atvinnuástandi og jákvætt að borgin treysti sér til þess að ráðast í slíkt átak. Fyrir okkur Framara er það sérstaklega jákvætt að samkvæmt fréttinni kæmist bygging skóla og …